Vefmyndavél Hyrnu

Þannig er mál með vexti að ég týndi vefmyndavélinni minni sem ég var búinn að setja upp í hyrnu og virkaði vel. Ég fór með hana heim til að endurstilla eftir að einver góður gestur resettaði þráðlausa sendinn, en svo bara hvarf hún hér heima! Ég hef haldið í vonina um að hún birtist einn daginn, og þess vegna ekki keypt nýja. Ég er að verða úrkula vonar og sennilega best að versla nýja þráðlausa webcameru. http://www.chinavasion.com/ Þarna hef ég verslað dálítið, frír sendingakostnaður, þetta er náttúrulega flestsaman drasl en oft nothæft og alltaf hræódýrt. Kveðja, Diddi

Update! 1. júní 2011! Ég var að finna vélina aftur, hún hafði falið sig undir þvottavélinni!!!! Þá hefst leitin að hleðslutækinu… 😉

Lokað er fyrir athugasemdir á þessari síðu.