|
Ég vil þakka Boris fyrir að senda mér þessar tvær stiklur þar sem fina má frekari upplýsingar um sandpappír og hvernig best er að nota hann. Það virðist sem aluminum oxide brotni við notkun og er þess vegna beittari lengur.. Samkvæmt Woodzone hefur garnet pappír ekki þessa eiginleika og endist því ekki jafn lengi. Garnet pappír gefur betri áferð, sem ég get staðfest. Ég hef notað báðar gerðir pappírs og tek garnet framyfir aluminum oxide. Húsasmiðjan hefur gefið út fræðsluefni
um sandpappír sem finna má á vef hennar. Þar
er meðal annars bent á að Flint pappírinn
getur skilið eftir kvartsryk grafið niður í yfirborð
viðarins, sem gengur síðan í óheppilegt
samband við yfirborðsmeðhöndlun með ákveðnum
gerviefnum. Þess vegna er ekki mælt með að nota
þessa gerð sandpappírs við |
Blautur eða þurr (wet or dry) sandpappír er hannaður fyrir ógljúpt yfirborð. Hann er góður til að apússa málningu, glerfíber, málm o.s.frv. Fínni gerðir hans eru góðar til að pússa balsavið.
Garnet pappír er gerður fyrir við og þú ættir að kaupa hann.
Flint pappír er handa krökkum í handavinni og ætti alddrei að sjást í smíðastofu módelsmiðs.
Aluminum Oxide pappír er hægt að nota jafnt á við og málm. Lestu hilargreinina til að fá frekari upplýsingar.
Athugaðu að Garnet og Flint pappírar eru ekki vatnsþolnir. Það sem meira er að ég bý í Florida og verkstæðið mitt er ekki með loftstýringu þannig að þegar rakinn er sem mestur í loftinu, þá blotnar sandpappírinn minn svo mikið að hann verður fljótlega ónothæfur.
Ég kaupi þann pappír sem ég nota mest í heilum kössum (220 og 360) og pakkningar af 80 og 150 pappír vegna þess að hann endist lengur þegar hann er notaður á mjúkan balsavið.
Ég kaupi samsafn af blaut-þurrum pappír vegna þess að hann endist líka lengi ef ég fer vel með hann. Bútarnir sem ég nota til að blautpússa eru hreinsaðir vel í vatni og síðan hengdir upp til þerris með þvottaklemmum. Þegar ég finn mjög fínan blaut-þurran pappír (fínni en 1000) þá kauði ég venjulega nokkur stykki því það getur verið erfitt að finna hann.
Það eru til á markaði pússisett til að ná rispum úr glæru plasti (eins og framrúðum á mótorhjólum) sem innihalda ofboðslega fínan pappír – 12.000 korn. Hann er á ofnu baki og dugar vel til að ná göllum úr glæru plasti – oftast stjórnklefagluggum. Örk afg slíkum pappír sem er 12” x 12” kostar næstum fimmtán dollara, en í setti nu er oftast mismunandi fínn pappír í smærri örkum. Það borgar sig að kaupa svona sett ef maður vill hafa rispulausa glugga.
Til að ná árangri fljótar og nota minni sandpappír er mikilvægt að læra hvenær og hvers vegna maður á að nota hvaða grófleika. Algeng mistök er að byrja með of fínan pappír. Það er þess vegna sem fólk heldur að pússivinna sé leiðinleg og taki langan tíma. Ef fyrsti pappírinn sem þú notar hefur grófleikann 400 þá tekur heila eilífð að slétta hlut eða jafnvel bara að nálgast það að gera hann sléttan..
Almennt talað, þá er grófur pappír notaður til að forma hluta og slétta þá. Meðalgrófur pappír er notaður til að ná endanlegri lögun og fjarlægja rispur eftir grófa pappírinn.
Fyrir beran við sem á eftir að hylja með einhverju efni er nóg að ljúka pússivinnunni með fínum pappír. Það er aftur á móti hægt að pólera við sem er eins mjúkur og balsi. Þar koma ofurfínu pappírarnir til sögunnar.
Ekki skipta um grófleika fyrr en pappírinn sem þú ert að nota hefur fjarlægt allar rispur eftir pappírinn sem var notaður á undan. Til dæmis, ef þú byrjar með 100 korn og ferð svo í 15 korn þá skaltu ekki fara 180 korn fyrr en allar 100 korna rispurnar eru farnar.
Ef þú ferð í fínni pappírinn áður en allar rispurnar eftir þann grófa eru farnar, þá þarftu annað tveggja að pússa mikið meira til að fjarlægja þær, eða það verða áberandi rispur eftir í viðnum.
Þú þarft í flestum tilfellum ekkert endilega að fara alla röðina í grófleika. Aftur er það reynslan sem segir þér hvenær þú átt að skipta um pappír og í hvaða grófleika þú átt að fara.
Þegar þú byrjar að nota fínan pappír, þá ættir þú að vera um það bil búinn eða mjög langt kominn með að forma hlutinn sem þú ert að vinna við. Það er núna sem þú ert að byrja að undirbúa loka yfirborðsmeðferð.
Ég uppgötvaði það fyrir löngu að sandpappírsframleiðendur hafa ekki balsavið í huga þegar þeir flokka pappírinn sinn í grófan, meðalgrófan og fínan. Sumir framleiðendur setja ekki einusinni kornastærð á pakknigar eða pappírinn sjálfan. Ef svo er, þá kauði ég ekki pappírinn.
Athugaðu líka að kornafjöldi og stærðir eru mismunandi á milli framleiðenda. Með öðrum orðum, það sem einn framleiðandi flokkar sem 220 korna pappír getur verið verulega fínni eða grófari en eins merktur pappír frá öðrum framleiðanda.
Það er nokkurn vegin svona sem ég flokka sandpappír. Þí eigin reynsla getur einnig komið í góðar þarfir, en þetta getur gefið þér eitthvað til að byrja á ef þú ert byrjandi.
Mjög gróft |
Gróft |
Milligróft |
Fínt |
Mjög fínt |
|
60 |
80 |
100 |
120 |
150 |
180 |
220 |
320 |
400 |
600 |
800 |
1000 |
1600+ |
||
Harðviður / Birkikrossviður | B | H | |||||||||||||
Harður balsi / Lite Ply | B | H | |||||||||||||
Meðalharður balsi | B | H | |||||||||||||
Léttur balsi | B | H | |||||||||||||
Glerfíber, plast og málmur | B | H |
Næst — Pússikubbar